Dásamleg humarsúpa – Uppskrift

Humarsúpa er gjarnan höfð í forrétt á aðfangadag en mér finnst það frábært start fyrir allt kjötið og það þunga í mallan.
Þessi humarsúpa er hrikalega góð!

Humarsúpa

4-5 humarhalar á mann
50 gr.saxaður blaðlaukur
50 gr. saxaður laukur
50 gr. saxað sellerí
2 saxaðir tómatar
4 saxaðir hvítlauksgeirar
3 dl. vatn
2 msk. tómatkraftur eða 1 lítil dós
kryddpoki sem samanstendur af timian, drekamalurt (estragon)
lárviðarlaufi, steinselju og piparkornum
½ teningur hænsnakraftur
salt
Tabasco
5 dl. rjómi

Brjótið humarskelina og brúnið hana í olíu í potti. Setjið allt grænmeti út í pottinn og látið það krauma með í 1 mínútu. Bætið við vatni og tómatkrafti og sjóðið í 30 mín. með kryddpokanum. Bætið útí hænsnakrafti, salti og Tabasco og látið sjóða áfram í nokkrar mínútur. Bætið rjómanum við súpuna í lokin og berið hana fram sjóðheita með rjómatopp og nýbökuðu brauði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here