Dásamlega gott vorsalat – Uppskrift

Þetta er í orðsins fyllstu merkingu vorsalat. Kínóa grjónum er blandað saman við jarðarber, basilíkum og avókadó og síðan en feta osti og furuhnetum dreift yfir. Blöndu af balsam ediki og olíu er hellt yfir (sparlega ! )    

 

Fyrir  4

Efni:

Salatsósan

 • 1/2 bolli ólívuolía
 • 1/4 bolli balsam edik
 • 1 matsk.  Dijon sinnep
 • 2 matsk. hunang
 • Svolítið salt og pipar

Í salatið

 • 1 bolli kínóa, soðið
 • 1bolli ný jarðarber, niðurskorin
 • 1/2 bolli feta ostur, malaður (með gaffli)
 • 4 bollar nýtt spínat saxað
 • 1 knippi ferskt basilíkum, smátt saxað
 • 1 lítið avókadó, skorið í bita
 • Furuhnetur eða sesame fræ

Aðferð:

 1. Látið allt efnið í sósuna í blandara og látið blandast.
 2. Setjið allt efnið í salatið í stóra skál og blandið saman. Hellið sósunni yfir.
 3. Skiptið salatinu í 4 skálar og stráið hnetum og ef einhver afgangur er af osti og sósu yfir.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here