Dauður fugl í lausu lofti vekur ómælda athygli

Þessi fugl sást í Surrey í Kanada og hafa margir deilt myndböndum af honum. Í einu myndbandi sem var deilt á Twitter sagði einn: „það eru engir strengir og ekki neitt.“

Kona nokkur á TikTok sem heitir Kristina deildi líka myndbandi sem hún sagði að kærasti dóttur hennar hefði tekið af fugli, „fljótandi í himninum“.

Margir hafa deilt myndum og myndbrotum af fuglinum og sumir vilja meina að þetta sé blaðra og aðrir vilja meina að fuglinn hangi þarna í girni.

Hvað haldið þið að sé þarna í gangi?

SHARE