Dekraðu við karlinn með nuddi á M svæðinu hans

Bókin „Eldheitur leiðarvísir að leyndardómum kynlífsins“ frá Cosmopolitan er þvílík eign á hvert einasta heimili þar sem fólk stundar kynlíf, og NEI það er enginn að borga fyrir þessa auglýsingu! Það er farið yfir svo ótrúlega marga skemmtilega þætti í þessari bók og ekkert skilið eftir.

Nú er að koma bóndadagur og því alveg kjörið að veita karlinum óvænta og alveg nýja tegund af nuddi, það er að segja, „nudd á M svæðinu hans“.

Hvar er M svæði?

Þetta er svæði á miðjum líkama mannsins og er hlaðið taugaendum og við erum ekki að tala um sjálft typpið. Þetta eru efri læri og neðri magi sem átt er við. Við förum betur í þetta hér að neðan.

1. Lærleggirnir

Láttu hann leggjast á bakið með ca. 15 sentimetra á milli fótanna. Komdu þér sjálfri vel fyrir við hliðina á honum eða ofan á honum, getur tyllt þér á neðri hluta læranna á honum. Hitaðu hendurnar þínar með því að nudda þeim rösklega saman og byrjaðu svo að nudda ytri hluta læra hans hægt og rólega og ekkert of fast til að byrja með. Bættu svo í styrkinn og ekki hafa áhyggjur af því að vera harðhent því þessir vöðvar eru með þeim sterkustu í líkamanum.

2. Færðu þig innar á lærin

Færðu þig svo alltaf innar og innar á lærunum á honum og hafðu þá hreyfinguna alltaf léttari og mýkri en taugaendarnir eru viðkvæmari á innri lærunum. Hafðu það í huga að hann gæti verið kitlinn akkúrat á þessu svæði. Það getur verið að það fari að lifna yfir „honum“ á þessu stigi málsins en þú skalt alveg horfa framhjá því á þessu stigi.

3. Mjaðmirnar

Farðu nú að fikra þig upp eftir lendunum og þegar þú kemur upp að innanverðum mjöðmum hans stoppaðu þá. Nú verður þú að vera öllu mýkri í nuddinu því þetta er viðkvæmur staður, þ.e.a.s. svæðið á mjaðmabeinum og þar rétt fyrir neðan og þú verður að fara mjög varlega. Dragðu kannski létta hringi með fingurgómunum eða komdu honum á óvart með því að strjúka með hárinu þínu yfir svæðið.

4. Auktu við spennuna

Til þess að gera þetta enn meira spennandi skaltu nú teygja þig undir líkama hans og strjúka upp á við, eftir rassi og varlega að neðsta hluta hryggjarins. „Rófubeinið er taugaendaríkt svo að létt nudd á þessu svæði verður unaðslegt fyrir hann“ segir dr. Patti Britton

5. „Næstum því“ svæðið hans

Nú geturðu farið að vinna þig inn að miðju. Renndu höndunum hægt og á ská inn eftir neðri hluta magavöðvanna. „Hann ályktar að þú sért að fara að snerta typpið en með því að draga þessa stroku á langinn verður þessi hreyfing ofurörvandi“ segir kynlífsráðgjafinn dr. Sandor Gardos.
Prófaðu að blása léttilega á svæðið og jafnvel kyssa en lykillinn er að gefa sér nægan tíma í þetta og leyfa manninum þínum að njóta alveg í botn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here