Dekur fyrir tvo – Konudagsleikurinn

Í dagsins amstri er ótrúlega gott að geta látið streituna líða úr sér í afslappandi umhverfi. Nú er konudagurinn að renna upp og þá langar okkur til að gleðja einhvern heppinn lesanda með því bjóða honum og maka í Lúxusstund í Betri stofunni í Laugum.

Dekrið hefst í Betri stofunni og þaðan er svo farið í mýkjandi fótabað og austurlenskt höfuðnudd. Frískandi og stinnandi augnmaski er settur á og að lokum er farið í klassíska fótsnyrtingu.  

Með þessu fylgir fersk og ljúffeng ávaxtaskál ásamt vínglasi eða ávaxtasafa til að gæða sér á meðan snyrtifræðingar Laugar Spa sjá um dekrið. Endað er á dásamlegri slökun í Betri stofunni.     

Ef þig langar að eiga kost á að fá svona lúxusdekur frá Hún.is og World Class, þarftu bara að kvitta hér fyrir neðan með nafni þess sem þú vilt taka með þér og líka við og deila greininni á Facebook. Við drögum út á konudaginn, 19. febrúar.

SHARE