Dekur helgarinnar

Mjög einfalt og þægilegt er að útbúa þessi krem og má skipta út ilmkjarnaolíunum eftir smekk. Magn af bývaxi fer eftir hversu þykk kremin eiga að vera.

Morgunfrúrarkrem – andlit

30 ml morgunfrúarolía (calendula)
5-7 gr bývax
6 dropar þýsk kamillublóma (German Chamomile) ilmkjarnaolía
4 dropar lavender ilmkjarnaolía

Olían og bývaxið er brætt saman yfir vatnsbaði, tekið af hitanum og ilmkjarnaolíum bætt saman við. Sett í sótthreinsaða krukku.

 

Fótakrem

20 ml grunnolía
20 ml kókosolía
1/2 tsk bývax
10 dropar salvíu-ilmkjarnaolía
15 dropar engifer-ilmkjarnaolía

Olíurnar og býavaxið brætt saman yfir vatnbaði, tekið af hitanum og látið kólna. Ilmkjarnaolíunum saman við.

 

SHARE