Dekur með Moroccanoil

Moroccanoil þarf eflaust ekki að kynna hana fyrir neinum.
Olían hefur bjargað ófáaum konum og í raun lagað hárið algerlega.
Olíuna set ég í hárið daglega ásamt því að setja út í baðið hjá mér af og til en húðin verður silkimjúk og ekki skemmir góða lyktin fyrir.

Langaði hinsvegar að segja ykkur frá öðru í línunni sem ég prófaði því enn bætist við þessar frábæru vörur.
Sjampó og næringu er hægt að fá frá Moroccanoil en það heitir ,,Moisture repair‘‘ og er fyrir viðkvæmt og efnameðhöndlað hár en þar sem ég er ,,fake‘‘ ljóska þá er nauðsýnlegt fyrir mig að nota góðar vörur.
Sjampóið og næringin gefur hárinu nýtt líf á nærgætinn og skilvirkan hátt þannig að hárið verður vel nært, meðfærilegt og sterkt.

moroccanoil-shampoo

Hár maskinn frá Moroccanoil
Maskinn sem ég nota er fyrir veikburða og efnameðhöndlað hár en hann er einnig til fyrir miðlungs hár. Maskann nota ég tvisvar sinnum í viku en hann á að hafa í hárinu í 5-7 mínútur.
Á þessum fáu mínútum byggir hann fljótt upp hár sem þarf á viðgerð að halda. Í maskanum er hágæða efnaformúla sem er rík af arganolíu og próteinum sem hjálpa til við að styrkja og byggja hárið aftur upp sem hefur skemmst af völdum efnameðhöndlunar, hitatækja eða sólar.
Próteinið sem er í maskanum fer inn í veikburða hárið, þannig að það verður sterkara og fallegra en áður.

14008

Mótunar kremið
Til að toppa allt saman þá er það kremið frá Moroccanoil en það er sett í rakt hárið og alger munur að móta það og er framúrskarandi fyrir blástur svo hárið haldist eins og við viljum hafa það.
Þetta er í raun hið fullkomna mótvægi. Gefur raka, næringu og hemur úfning og rafmgn sem margir kannast við og er ofboðslega leiðinlegt, en það er úr sögunni hjá mér.
Kremið er fyrir allar tegundir af hári.

adore_designer_moroccanoil_hydrating-styling-cream

527448_409585122441934_1818101690_n


Mæli eindregið með Moroccanoil vörunum fyrir alla hvort sem hárið þarf á viðgerð að halda eða til þess að viðhalda fallegu hári.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here