Demi Moore að versla með karlmanni

Hún Demi Moore hefur reynt hvað hún getur að halda sig frá sviðsljósinu síðastliðið ár, eftir skilnaðinn við Ashton Kutcher. Hún hefur verið undir smásjá allra erlendu slúðurblaðanna og þeir hafa reglulega fjallað um það hversu illa aumingja Demi líti út og svo framvegis.

Nú virðist samt vera að draga frá sólu hjá leikkonunni því hún sást með óþekktum manni úti að versla á laugardaginn í Los Angeles. Demi leit út fyrir að skemmta sér alveg konunglega með þessum manni, brosti út fyrir bæði eyru og hló og þessi umræddi karlmaður hélt á pokunum fyrir hana eins og sönnum herramanni ber.

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here