Demi Moore og dætur hennar í sundfataauglýsingu

Demi Moore vinnur þessa dagana með dætrum sínum og þær virðast hafa mjög gaman að því. Demi, ásamt Rumer, Scout og Tallulah Willis verða í nýjustu auglýsingaherferð sundfataframleiðandans Andie.

Í myndatökunni verða þær í allskonar sundfötum við fallega sundlaug við stórfenglegt hús.

Herferðin hefur hlotið nafnið „Together“ og er þema herferðarinnar að „sameinast fjölskyldu sinni eftir seinasta ár sem hefur verið undirlagt baráttu við heimsfaraldurinn.

SHARE