Deyr á æfingu fyrir X Factor

33 ára gamall karlmaður féll niður við æfingar fyrir áströlsku útgáfuna af X Factor. Læknar á staðnum hlúðu að manninum en hann var svo fluttur á spítala þar sem hann lést svo.

Sjónarvottar að atvikinu segja að maðurinn hafi litið mjög illa út rétt áður en hann féll í gólfið og talsmaður keppninnar segir þetta gífurlega mikinn harmleik.

Ekki hefur dánarorsökin enn verið gefin út né heldur nafn mannsins.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here