DIY: Gerðu þínar eigin baðbombur

 Þessi æðislega uppskrift af baðbombum er af síðunni Brit+co og við elskum þetta! Hvaða lykt sem er og með hvaða innihaldsefni sem þú vilt hafa.

Innihaldsefni:
— 1 bolli matardódi
— 1/2 bolli maizena mjöl
— 1/2 bolli sítrónusýra
— 1/2 bolli epsom salt
— 3 tsk vatn
— 3 tsk kókosolía
— ilmolíur
— matarlitur
— Þurrkuð blóm/þurrkað lavender
— form til að móta bombuna

Aðferð:

1. Blandaðu saman þurrefnunum í skál, matarsóda, maizena mjöli, sítrónusýru, og epsom salti. Blandaðu öllum fljótandi efnum saman í aðra skál en ekki setja litinn og ilmolíuna út í.

2. Helltu fljótandi efnunum varlega í þurrefnin og blandaðu vel saman.

3. Skiptu blöndunni í nokkrar skála og blandaðu út í ilmolíum og matarlit.

 

4. Svo þarftu að setja bombuna í það form sem þú vilt hafa þær. Ein góð hugmynd er að nota gamlar jólakúlur sem hægt er að losa í sundur.

 

 

 

Það er hægt að skreyta með allskyns litum og blómum og gera þetta svo fallegt.

 

 

SHARE