DIY: Hafðu spennurnar allar á sínum stað

Ungum dömum fylgir oft mikið af hárspennum, bara staðreynd lífsins, og oft er mikill hausverkur að finna réttu spennuna. En núna getur þú andað rólegra vegna þess að þessi lausn er auðveld, tekur í mesta lagi 10 mín. að útbúa, er ódýr og síðast en ekki síst, rosalega krúttleg (sem er algjörlega mikilvægast).

Það eina sem þú þarft er viðarrammi, borðar, og heftibyssa. Þú fjarlægir bakið og glerið, og einnig litlu málmnabbanna sem halda bakinu og glerinu við rammann. Þú hefur rammann áfram á hvolfi og merkir fyrir hvar þú vilt hafa borðana og heftir þá fasta. Svo býrðu til lykkju til að geta hengt rammann upp og þú ert búin. Sko, ég sagði að þetta væri auðvelt og rosalega krúttlegt.

 

SHARE