DIY: Hreinsaðu líkamann með rúsínuvatni

Hefurðu einhvern tíma heyrt um rúsínuvatn? Þessi drykkur hefur ótrúlega góð áhrif á líkama þinn og getur hreinsað hann á tveimur dögum.

Sjá einnig: DIY: Handakrika detox – Hvers vegna þarftu það?

for

Sjá einnig: Detox bað sem róar og hreinsar

Hvers vegna er rúsínuvatn gott fyrir okkur?

Það örvar lífefnalegt ferli í lifrinni og hjálpar henni við að hreinsa blóðið. Rúsínuvatn hjálpar þér einnig við að bæta meltinguna og gefur þér aukna orku.

Læknar mæla með því að borða rúsínur á morgnanna, vegna þess að þær vernda hjarta þitt, lækkar slæmt kólestról, bætir meltinguna og hraðar brennslu. Rúsínur innihalda einnig mikið magn af vítamínum og steinefnum.

Hvernig gerir maður rúsínuvatn?

Þú þarft 400 ml. af vatni og 140 grömm af rúsínum. Þú skalt velja rúsínur sem eru ekki of harðar eða of mjúkar. Láttu vatnið sjóða og bættu rúsínunum út í. Láttu blönduna sjóða í 20 mínútur áður en þú tekur pottinn af hellunni. Láttu það kólna yfir nótt áður en þú drekkur það. Daginn eftir skaltu sigta vatnið og hita það aftur.  Drekktu síðan vatnið á tóman maga um morguninn, í að minnsta kosti tvo daga og þú ferð að sjá árangur.

 

Heimildir: womendailymagazine.com

 

SHARE