DIY: Hvert ertu að fara?

Þegar barnið er úti að leika hjá vinkonu sinni þá hjálpar ekki að vita að vinkonan býr i gula húsinu við hliðina á bláa húsinu, ef þú nauðsynlega þarft að ná í barnið þitt, er það nokkuð? Þess vegna útbjó ég þetta.

Ég keypti ódýrt viðarskilti í Rúmfatalagernum, pússaði textann af og málaði það hvítt. Ég prentaði út “Ég ætla út til….. “, klippti út stafina, límdi á skiltið og lakkaði yfir. Ég tók svo dós, spreyjaði hana gylta og skrúfaði hana fasta við skiltið. Svo tók ég fullt af þessum litlu stikum sem fást í Tiger (svona tunguspaðar eins læknirinn notar til að kíkja ofan í hálsinn) málaði þær hvítar og notaði merkivélina mína til að skrifa öðru megin nafnið á vininum og hinum megin heimilisfang og símanr. Svo notaði ég íspinna (sem ég hafði málað hvíta) og viðarlím til að útbúa litlar “hillur” fyrir stikurnar. Þannig að þegar barnið fer út að leika þá finnur það bara réttu stikuna og lætur í hilluna og eins og fyrir töfra þá er mamman rólegri vegna þess að hún veit hvar barnið sitt er :0)

 

 

SHARE