DIY: Losnaðu við flösuna með munnskoli

Það er óþolandi að vera með flösu. Það kemur í veg fyrir að maður geti gengið í ákveðnum flíkum í ákveðnum litum og gerir fólk óþarflega meðvitað um sjálft sig.

Það er hinsvegar til heimagerð lausn við flösu og við ætlum að segja ykkur frá því hvernig þú berð þig að við þetta:

 

Það sem þú þarft er: Flaska af munnskoli (við mælum með Listerine), vatn og spreyflaska.

Hvað þarftu að gera: Helltu jafnmiklu magni af vatn og munnskoli í flöskuna og hristu vel. Farðu svo í sturtu og þvoðu hárið eins og vanalega. Spreyjaðu svo blöndunni í hársvörðinn og reyndu að forðast að blandan fari í endana á hárinu. Það er ekkert stórhættulegt en það getur haft þurrkandi áhrif á hárið. Leyfðu blöndunni að liggja í hársverðinum í nokkrar mínútur og skolaðu svo vel.

Hvað gerist: Listerine inniheldur sótthreinsandi og bólgueyðandi efni eins og Mentól og Eucalyptol. Það eyðir sýklum í munninum og róar þurran hársvörðinn og minnkar kláðann og flösuna.

 

 

 

Heimildir: purewow.com

SHARE