DIY: Minnkaðu draslið undir vaskinum

Það eru yfirleitt allskyns leiðslur og leiðindi í skápnum undir eldhúsvaskinum hjá þér sem gerir það að verkum að þú getur ekki sett upp hillur í þeim skáp. Það er samt til önnur lausn sem er frekar einföld og krefst ekki mikillar vinnu.

Kim Fusaro á Glamour fann upp á þessari lausn sem er auðveld í framkvæmd og hentar eflaust mörgum til að létta á draslinu undir vaskinum.

Sjá einnig: DIY: Álpappír á tennurnar gerir þær perluhvítar

Þú einfaldlega mælir skápinn á breiddina og kaupir stöng sem hægt er að festa á einfaldan máta inn í skápinn. Þá geturðu hengt alla spreybrúsana upp og minnkað draslið til mikilla muna.

under-sink-clutter-fix.JPG

SHARE