DIY: Nærandi og mýkjandi baðjurtapokar í sturtuna

Sturtuferðir eru yndislegar. Að halda því fram að ekki sé hægt að fara í jurtabað nema láta renna í baðkarið er líka helber misskilningur; með grisjupoka og hnefafylli af jurtum má búa til yndislegt jurtabað í sturtunni, sem mýkir og nærir, hressir og kætir.

Í raun, já, snýst galdurinn um að búa til einskonar tepoka sem hengdur er á sturtuhausinn og fylla af jurtum. Skrúfa svo frá vatninu og njóta undir ilmandi heitu vatninu – fullkomin slökun og frábær endurnæring fyrir hörundið.

.

herbal-bath-bags

Svona er sturtupokinn búinn til:

Úr einföldum, lífrænum grisjupoka er sniðinn einskonar tepoki – nægilega stór þó til að rúma eins og 2 dl af vænlegum, þurrkuðum jurtum að eigin vali. Gættu að því að pokann verður að binda vel saman til að tryggja að jurtirnar fari ekki á flug í sturtunni og endi í niðurfallinu. Þegar pokinn hefur verið notaður einu sinni má þurrka hann – tæma notaðar jurtirnar úr pokanum, þvo hann vandlega upp úr volgu vatni og endurnýta hann allt upp á nýtt.

.

e15c3a1e4f0040fd12f1104c512267ae

Svona er sturtupokinn notaður:

Þetta má gera á tvenna vegu; annars vegar má hengja pokann tryggilega neðan á sturtuhausinn á þá vegu að vatnið nái að renna gegnum jurtirnar og svo má einnig gera jurtapokann þannig úr garði að fari vel í hendi; þá er pokinn vættur vel undir sturtuhausnum og yndislegur jurtalögurinn borinn á allan líkamann í sturtunni með lófanum. Rétt eins og um svamp sem fer vel í hendi sé að ræða; nema það er jurtapoki sem nærir hörundið. Hér á eftir fara nokkrar uppskriftir að undursamlegum jurtapokum í sturtuna.

.

epsom-salts

Grunnuppskrift:

3 dl þurrmjólk

1 dl Epsom salt

½ dl Matarsódi

2 msk Maísmjöl

Þetta er grunnuppskriftin – hún skal alltaf notuð – en fjölbreytilegar jurtir má einnig setja út í grunnblönduna og hér fara tillögur að jurtum í baðpokann:

.

123-Nlrhtp-lavender-medium_new

Slakandi:

1 dl Lavender

1 dl Epsom salt

.

oatmeal-close-up

Lúxusjurtabað:

1 dl haframjöl

1 dl Lavender

.

rosemary1

Róandi:

1 dl haframjöl

½ dl rósmarín

½ dl kamilla (kamillute dugar vel)

.

chamomile-04

Kamillublanda:

1 dl af eftirfarandi: Epsom salt, Lavender, Kamillublóm

.

T

Frískandi blanda:

1 dl af eftirfarandi: Timían, Sage, Lavender, Mynta, Lárviðarlauf, Rósmarín

.

rose petals, dried

Mýkjandi blanda:

1 dl af eftirfarandi: Lavender, Rósablöð, Sage, Rósmarín

.

basil 

Kryddjurtablanda:

1 dl Rósmarín

1 dl Basilikum

1 dl haframjöl

 Heimild: tipnup.com

Tengdar greinar:

DIY – Af hverju að nota heimagerð sjampó?

DIY – Ertu með viðkvæma húð þá er hunang svarið fyrir þig

Dekur helgarinnar

SHARE