Þegar þú eldist fer húð þín að missa teygjanleika sinn, en þú getur hjálpað húð þinni að líta fyrir að vera unglegri með því að nudda það með skeið.

Skeiðanudd hjálpar þér að fjarlægja vökva úr vefjum í andlitinu, eykur blóðflæðið, gerir húð þína teygjanlegri og stinnari og minnkar hrukkur á andliti þínu. Afar einfalt er að gera nuddið heima, svo ekki sé minnst á að það er algjörlega ókeypis.

Þegar þú hefur nuddað andlit þitt með skeið í 10 daga, munt þú koma til með að sjá ótrúlegan árangur. Hafðu til eitt glas með köldu vatni með klökum út í. Settu svolítð af einhverri góðri olíu í skál, svo sem ólívu- eða sólblómamolíu og hafðu hana volga.

Sjá einnig: Hefur þú prófað að nudda þennan blett í eyranu?

1

Hvernig ferðu að því að nudda þig með skeið?

– Fjarlægðu allan andlitsfarða. Þvoðu andlit þitt vel og settu á þig rakakrem. Taktu skeiðina og dýfðu henni í skálina með klakavatninu og olíunni.

– Taktu skeiðina og þrýstu henni á efri augnlok þín og haltu þeim þar í nokkrar sekúndur. Gerðu þetta fimm sinnum.

– Dýfðu skeiðinni aftur í kalda vatnið og settu á neðri augnlok þín. Þetta mun minnka bólgurnar í kringum augun þín.

– Dýfðu skeiðinni í volgu olíuna og byrjaðu að nudda á þér andlitið með skeiðinni. Þrýstu skeiðinni mjúklega yfir andlitið þitt.

– Byrjaðu á enninu niður að þar sem nefið byrjar og renndu henni svo í átt að gagnauganu og hárlínunni.

– Frá augnkrókunum skaltu nudda í hring nokkrum sinnum.

-Frá hökunni að gagnauganu.

– Frá hálsinum að hökunni.

– Gerðu þetta 10 sinnum. Ef þú tekur eftir því að skeiðin er ekki að renna nægilega vel yfir andlit þitt, skaltu dýfa henni aftur í olíuna.

– Þvoðu andlit þitt með volgu vatni eftir nuddið.

Sjá einnig: Nuddaðu fætur þínar – Ótrúlega gott!

Gott er að nudda andlitið í 10 mínútur á hverjum degi og eftir 10 daga áttu eftir að sjá mikinn mun á andliti þínu.

Heimildir: womendailymagazine.com

SHARE