Ertu að leita þér að dundi með börnunum um helgina? Þetta er skemmtilegt jólaföndur frá henni Lisa Summerhays en hún er með bloggið StubbornlyCrafty.com. Þessi pappajólasería er rosalega einföld og krúttleg:Það sem þú þarft er:

Grátt karton

Karton í nokkrum litum sem þú vilt hafa í ljósunum.

Gatara

Garn eða band

Skæri

 


Klipptu grá kartonið í 3,5 cm x 10 cm stóra búta.

Litaða kartonið er klippt í 3 cm x 22 cm ræmur.

Gerðu brot í grá kartonið á 130 mm fresti og gerði gat í 3 hvern hluta eins og sést á myndinni. Límdu svo saman endana.

 

 

Til þess að gera „perurnar“ þarf að brjóta lengjurnar létt saman til helminga. Haltu svo endunum saman og þrýstu því niður í lófana, eins og á myndinni. Þegar þú dregur það til baka mun strimillinn líta út eins og ljósapera.

Svo eru gerð göt á endana með gatara

Sjá einnig: DIY: Svona býrðu til æðislega jólastjörnu

Síðan er allt þrætt saman með garni eða bandi

 

Sjá einnig: DIY: Föndraðu frábærar ljóskúlur

SHARE