Dóttir mín er rosalega mikil dama og dömum fylgja skartgripir. Ég vildi búa til eitthvað handa henni þannig að „blingið“ hennar yrði aðgengilegt fyrir hana. En trúið mér þegar ég segi að þetta hafi verið það auðveldasta DIY verkefni sem ég hef gert en samt tók það meira en 2 sólarhringa?

Sjá einnig: Gullkorn barnanna

Ég keypti 2 spegla-kertastjaka í Rúmfatalagernum á 179 kr stk. og litla fílastyttu á 590 kr kr. og skápa/skúffu hnúð á 790 kr. í Pier.

Vegna þess að ég vildi halda kostnaðinum niðri og vegna þess að ég vildi nota það sem ég átti þá tók ég 2 lykklakippuhringi og límdi aftan á eitt hornið á kertastjakanum. Ég notaði lím sem heitir E6000 og er víst rosalega sterkt, en ég hef aldrei notað það áður. Og þar sem það þurfti að bíða í sólarhring þá var ekki annað að gera en að bíða í sólarhring.

Ég losaði skrúfganginn af hnúðinum og bjó til flatari botn á fílinn með límbyssunni minni (stærri límflötur).

Svo límdi ég fílinn og hnúðinn í miðjuna á kertastjakanum og já, aftur 24 tíma bið. Svo var bara að setja 2 nagla í vegg, hengja hálsmen á hnúðinn og hringi á ranann á fílnum og njóta.

SHARE