Djammað með fræga fólkinu – fyrri hluti.

Tom Cruise.

Á hverju ári bjóða Everett Hiller og kona hans öllum vinum sínum í partí. Eins og gerist þegar vinir koma saman er myndavélin stöðugt á lofti til að fanga gleðina og gestina. Everett sem er grafískur hönnuður tekur myndirnar þó skrefi lengra en flestir gera: eftir hvert partí útbýr hann myndaalbúm og sendir til þeirra sem mættu. Með aðstoð photoshop er hann búinn að  láta líta út fyrir að frægir einstaklingar hafi mætt og skemmt sér jafn konunglega og allir hinir.
Bráðskemmtileg hugmynd!!

 

SHARE