Dolly Parton opnar sig um opið hjónaband sitt

Dolly Parton er þekkt fyrir sinn stóra barm og talar alltaf mjög opinskátt um aðgerðirnar sínar

Dolly Parton (77) segist vera í opnu hjónabandi með manni sínum, Carl Thomas Dean, en þau hafa verið hjón í 56 ár.

Hún sagði frá því í bókinni sinni „Dolly on Dolly“ að hún væri mikill daðrari og hefði alla tíð verið það: „Karlmenn eru minn veikleiki,“ sagði hún og bætti því við að maðurinn hennar vissi af því.

„Hvort sem þeir eru lágvaxnir, feitir, sköllóttir eða grannir, þá hef ég orðið skotin í mjög óvenjulegum mönnum en Carl veit að ég hef ekki stundað kynlíf með neinum af þeim. Hann er ekki afbrýðissamur og ég ekki heldur. Hann veit að ég daðra og hann gerir það líka.“

Dolly segir líka: „Já þetta er opið hjónaband, en ekki á kynferðislegan hátt og ég myndi drepa hann ef hann væri að stunda kynlíf með öðrum konum. Hann myndi líka skjóta mig. Þegar upp er staðið þá elskum við hvort annað óheyrilega mikið.“

SHARE