Dónabuxur Wang loks afhjúpaðar

Sóðalegasta gallabuxnalína ársins er komin á markað, en svo er lína Alexander Wang, Denim x Alexander Wang, gjarna kölluð eftir að kynning á línunni olli undrun og hneykslan vegna klámfenginna ljósmynda sem sýndu fyrirsætur í stellingum sem minna helst á sjálfsfróun og skyndikynlíf.

.

download (15)

download (14)

download (13)

.

Í viðtali við glansritið Vogue segist Wang sjálfur klæðast gallabuxum hvern einasta dag, en línan samanstendur af þremur ólíkum sniðum sem hátískuhönnuðurinn sjálfur segir innblásna af „alvöru karlmannssniðum” sem hann nefnir Wang 001, Wang 002 og Wang 003 og eru ýmist aðsniðnar með háu mitti og vægri teygjuáferð og allt að frjálslegu og lausgirtu „kærastasniði” með þrengri ökklasniði.

.

download (18)

download (17)

download (16)

.

Herferðin bar sannarlega árangur sem þó bar lit af harðorðri gagnrýni á þá hlutgervingu sem fyrirsætan sjálf, Anna Ewers, þótti verða fyrir barðinu á þegar hún afklæddist fyrir tískurisann og horfði framan í linsuna með ókennilegar gallabuxur einar klæða á hælunum. Wang segist hæstánægður með athyglina sem herferðin hlaut og klykkir út með því að hann sé bjartsýnn á viðtökur kaupenda.

.

download (21)

download (20)

download (19)

.

Dæmi hver fyrir sig, en dónabuxur Wang má kaupa gegnum Alexanderwang.com

Heimild: Vogue

Tengdar greinar:

Tískuvikan í New York: Alexander Wang með sterkar og vogaðar línur

Wang vekur reiði og undran með nöktum gallabuxnaáróðri

Alexander Wang fyrir H & M: Öll línan í heild

SHARE