Dóttir John Travolta sendir honum gullfallegar kveðjur

John Travolta er einstæður faðir Ben (12) og Ella (22) eftir að eiginkona hans, Kelly Preston, lést úr krabbameini í júlí 2020.

Ella setti ofur fallega afmæliskveðju til pabba síns á Instagram á dögunum en John varð 69 ára þann 18. febrúar.  

„Yesterday marked the birthday of my hero. The most incredible father, friend and role model anyone could ask for. I love you, Daddy❤️❤️❤️“

Þýðing:
„Í gær átti hetjan mín afmæli. Besti faðir, vinur og fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér. Ég elska þig pabbi❤️❤️❤️“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ella lætur fögur orð falla um föður sinn en hún setti líka inn fallega feðradagskveðju til hans:

„Pabbi, þú lætur foreldrahlutverkið virka svo auðvelt þó það sé það ekki alltaf. Þú gerir alla daga betri en þann á undan. Þú gleður okkur þagar við eru niðurdregin. Þú ert besti vinur okkar og við elskum þig til tunglsins og til baka. Ég vona að ég verði álíka gott foreldri og þú einhver daginn. ❤️❤️❤️ Til hamingju með feðradaginn til þín ótrúlegi maður og til allra frábæru pabbanna þarna úti.“

John er líka í því að senda krúttlegar kveðjur á dóttur sína en hann skrifaði til dæmis til hennar á 21 árs afmæli hennar, þessa kveðju:

SHARE