North West eða Nori eins og hún er kölluð, er rétt orðin 4 mánaða gömul en á nú þegar troðfullan fataskáp af fötum og skóm frá nokkrum af þekktustu hönnuðum í heimi. Fötin, aukahlutirnir og vörurnar sem hún á þessi litla stelpa kosta eflaust meira samanlagt en öll þau föt sem meðalmanneskjan kaupir sér yfir nokkurra ára tímabil. Kim Kardashian, móðir litlu stúlkunnar, birti nokkrar myndir á Instagram í vikunni. Meðal þeirra lúxusvara sem litla stúlkan fékk er sérhannaður sloppur eins og notaður er á tilraunastofum, spurning hvert notagildi hans er fyrir eina fjögurra mánaða. Hún fékk líka leðurkjól frá Alexander Wang.

Nori á eflaust nóg af kjólum en hún fékk þrjá glæsilega kjóla frá Lanvin ásamt flíkum frá Ginvenchy og Celine tískuhúsi. Það er spurning hvort hún nái að komast yfir að nota öll þessi föt áður en hún vex upp úr þeim.

Hér eru myndir af lúxusvörum ungbarnsins.

SHARE