DRAUMADEIT: Mariah Carey sönglar kæruleysislega eigin lög í framsætinu

Ok. Förum aðeins yfir þetta. Þú. Og Mariah Carey. Saman í bíl. Hún í framsætinu. Þú að fikta í útvarpinu. Lag með dívunni ómar skyndilega í bílnum. Og Mariah? Hún tekur bara lagið … með þér … á ferð. Ekkert mál. Allt eins og það á að vera.

Sjá einnig: Mariah Carey: Gleymir textanum á sviði – vægast sagt pínleg uppákoma

Eða hvað? Það fékk James Corden, sem er tekinn við Late Late Show og sótti dívuna fyrir viðtal í þættinum, fékk einmitt að reyna ofangreint. Að vísu var hann með myndavélar í bílnum og allt var tekið upp. En þvílíkur draumur sem það hlýtur að vera … að sitja í bíl með Mariah Carey. Og taka lagið. Bara sisvona.

Sjá einnig: 8 nektarmyndir sem voru ekki að gera sig

Spáið í þessu!

SHARE