Druslugangan gengin í Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum!

Hin dásamlega Drusluganga verður farin að fjórða sinni í dag, þann 26 júlí og verður ekki einungis gengið í Reykjavík, heldur einnig á Akureyri og í Vestmannaeyjum í ár. 

Druslugangan er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem að samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur upp fyrir þolendum – gegn gerendum. Druslugangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Það er alltof oft þannig að einblínt er á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Það er ekki til nein afsökun.

Á viðburðarsíðu göngunnar í Reykjavík er meðal annars að finna þennan upplýsingatexta:

 

Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Færum skömmina þar sem hún á heima! 

 

Reykjavík: Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Nánari upplýsingar um gönguna í Reykjavík er að finna HÉR

Akureyri: Gangan verður farin frá Akureyrarkirkju klukkan 14:00, niður Gilið, Hafnarstræti og endar á Ráðhústorgi. Nánari upplýsingar um gönguna á Akureyri er að finna HÉR

Vestmannaeyjar: Gengið verður frá Boltanum neðst á Illugagötu kl. 14.00. Leiðin liggur um Hásteinsveg, Heiðarveg, Vesturveg og endað verður í Bárugötu. Þar verða fluttar ræður og boðið verður upp á tónlistaratriði. Nánari upplýsingar um gönguna í Vestmannaeyjum er að finna HÉR

Færum skömmina þangað sem hún á heima: Fjölmennum í Druslugöngu! 

[youtube width=”620″ height=”300″ video_id=”3DKO5rr1y9c”]

SHARE