Dúkkurúm úr mandarínukössum

Ok, ég viðurkenni það, ég DÝRKA að endurnýta hluti og HATA að henda hlutum. Eitt af því sem mér finnst mjög gaman að endurnýta eru mandarínukassar.

Ég ákvað að gera 3 mismunandi dúkku/bangsa rúm vegna þess að jú, við erum öll mismunandi, líka dúkkur og bangar. Einfalda rúmið var ósköp einfalt, skrúfaði bara trékúlur undir fyrir fætur og sagaði þannig að rúmið yrði jafnt að ofan. En himnasængin og kojurnar tóku lengri tíma. Í himininn á himnasænginni notaði ég botn og horn úr mandarínukassa sem ég tók sundur og notaði líka hornin úr einn einum kassanum (hey, þeir eru ókeypis) til að gera súlurnar á milli kojanna. Svo var bara að mála og þið vitið hvað kom næst….. auðvitað dúkkó. 

SHARE