Dýpri og afslappaðri svefn með réttu sænginni

Það er ekki sjálfgefið í mínu lífi að sofa vel. Ég hef átt erfitt með svefn eiginlega öll mín fullorðinsár og hef notað ýmsar leiðir til að ná að sofa. Ég hef alltaf verið þannig að mér finnst gott að hafa þunga sæng og hef til dæmis aldrei geta sofið bara með lak ofan á mér eins og er oft það eina sem er í boði í sólarlandaferðum. Það er bara ekki hægt. Mér líður eins og ég liggi bara berskjölduð í rúminu, en ég hef leyst þetta með því að setja lakið og svo rúmteppi ofan á líka.

Ég heyrði svo af þyngingarvörunum hjá Sofðu Rótt. Þeir selja þyngingarsængur og þyngingarteppi og ég hugsaði með mér að ég þyrfti að prófa þetta. Ég prófaði bæði teppið og sængina og ég var sko ekki svikin af því.

Teppið er svo kósý. Það er bæði silkimjúkt og heldur þétt utan um mann þegar maður er að hafa það kósý uppi í sófa á kvöldin. Svakalega afslappandi. Hef tvisvar sofnað með það á mér yfir sjónvarpinu en það gerist ekki oft að ég detti út yfir sjónvarpsglápi. Dætur mínar eru rosalega hrifnar af því líka og vilja alltaf hafa það á kósýkvöldum.

Sængin setti svo punktinn yfir i-ið en það er orðið sérstakt tilhlökkunarefni fyrir mig að leggjast undir sæng á kvöldin. Það var smá erfitt að setja utan um hana í fyrsta sinn en hún er 7 kg, en ég er komin með góða aðferð til að setja utan um hana á þægilegan hátt, ekkert mál. Þegar ég leggst undir sængina á kvöldin er ég komin í hreiðrið mitt. Ég hef hana alveg upp á axlir og hún heldur þétt utan um mig yfir nóttina. Það er staðreynd, því ég er með úr sem mælir svefninn minn, að ég hef bætt við 2-3 klukkustundum af djúpum svefni á hverri nóttu. Það er alveg stórkostlegt. Ég finn að ég er minna þreytt og vakna betur á morgnana.

Ég get fullyrt það að þessar vörur eru hverrar krónu virði og ég segi það ekki um allar vörur, langt því frá. Svefn er bara svo mikilvægur fyrir allt annað í lífinu. Ef þú sefur ekki vel, vaknar þú ekki vel og dagurinn verður gjarnan samkvæmt því.

Sofðu rótt ætlar að veita lesendum Hún.is sérstakan afslátt í október og ef þú notar afsláttarkóðann „hun.is“ færðu 20% afslátt af teppum og sængum. Nú er tíminn til að fá sér geggjaða sæng eða teppi fyrir veturinn.

SHARE