Dýraafurðir í snyrtivörum

Vegan snyrtivörur innihalda engin efni úr dýrum eða afurðum þeirra og langsamlega flestir telja einnig innan flokksins vörur sem ekki hafa verið prófaðar á dýrum. Þær þurfa þó vitaskuld að uppfylla fyrrnefndu skilyrðin líka. Efni sem gjarnan eru notuð í snyrtivörur og eru ekki vegan eru til dæmis:

-lanólín – ein algengasta dýraafurðin í snyrtivörum, kemur úr fitukirtlum kinda og unnið úr ullinni.
-kollagen – mjög algengt í hrukkukremum, vanalega unnið úr brjóski.
-kólesteról – oft notað í augnkrem til dæmis, unnið úr fitu spendýra.
-keratin – algengt efni í hárvörum, er unnið úr húð og hári spendýra, til dæmis.
-gelatín – notað í sólarvarnir, margar hárvörur og freyðiböð og baðsölt.
-hunang – notað í fjölmargar húð- og snyrtivörur.
-býflugnavax – notað í marga varasalva og handáburði.
-estrogen – unnið úr þvagi fylfullra mera og er notað í getnaðarvarnarpillur og ýmis krem og ilmvötn.
-guanine (CI 75170) – búið til úr hreistri af fiskum og er gjarnan notað í vörur sem glitra, t.d. augnskugga, kinnaliti og naglalökk.

Listinn er ekki tæmandi.

Hefurðu lesið utan á þínar snyrtivörur?

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE