Dýrðleg eplakaka

Um daginn var okkur fjölskyldunni boðið í matarboð, sem er ekki frásögu færandi nema þá að því leyti að allir áttu að koma með smá eftirrétt. Ekkert mál hugsaði ég… en gleymdi því svo 🙁   Þá voru góð ráð dýr, og það eina sem mér datt í hug er þessi dásamlega, en einfalda, eplakaka.

Hér er uppskriftin:

2 epli

1 bolli sykur

1 bolli hveiti

1 bolli smjör/smjörlíki

Smá kanilsykur

Eplin eru hýdd, skorin í mjög þunnar sneiðar og sett í botninn á eldföstu móti. Kanilsykri er stráð yfir eplin. Sykur, hveiti og smjör sett saman í skál og hnoðað saman með höndunum. Þegar allt er farið að loða saman er deiginu stráð yfir eplin og smá kanilsykri stráð yfir deigið.

Þeir sem vilja poppa kökuna aðeins upp, geta sett Nóa kropp, hnetur eða annað góðgæti ofan á. Sniðugt að setja smarties eða m&m fyrir þá sem vilja fá litadýrð

Bakað á 200°c  í 30-40 mín

Berist fram með þeyttum rjóma eða ís.

Endilega prufið og verði ykkur að góðu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here