Dýrðlegar brownies með Oreo og hnetusmjöri

Þessar kökur. Ó, þessar kökur. Blaut súkkulaðikakan, mjúkt Oreokexið og unaðurinn sem fylgir því að fá hnetusmjör á tunguna. Ég á erfitt með að fara ekki út í klámfengnar og klúrar lýsingar. Ég ætla þó að hemja mig. Aldrei slíku vant.

Sjá einnig: Oreo ostakökubitar – Uppskrift

IMG_7566

IMG_7493

Brownies með Oreo & hnetusmjöri

Betty Crocker Brownie Mix (egg & olía)

2 kassar Oreokex

hnetusmjör (fínt hentar betur)

stór muffinsform

IMG_7502

IMG_7505

Já. Þið sjáið rétt. Þetta eru tvö Oreokex með hnetusmjöri á milli.

IMG_7510

Í muffinsform með þetta.

IMG_7512

Útbúið browniemixið samkvæmt leiðbeiningum á kassa. Vænn skammtur af því fer svo í hvert form.

IMG_7515

Inn í ofn í svona rúmlega 20 mínútur.

IMG_7532

IMG_7559

Ekki raða í ykkur heilli uppskrift á tæpum sólahring. Það veldur manni ófyrirséðum óþægindum.

Já, ég tala af biturri reynslu.

Sjá einnig: Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði

SHARE