Ég endurnýti, en þú?

Ég á við vandamál að stríða. Reyndar ekki slæmt vandamál, en vandamál engu að síður. Ég get ekki látið hluti vera sem ég get endurnýtt. Tökum þessar flöskur sem dæmi. Við þekkjum litla dömu sem fær alltaf djús blandaðan úr þessum flöskum og þegar ég sá þessar flottu flöskur vera á leiðinni í endurvinnsluna þá varð ég að grípa í taumanna.

Þegar ég fékk flöskurnar þá voru þær hreinar og miðalausar þannig að ég byrjaði á því að að festa spotta utan um miðjar  flöskurnar. Ég átti trébókstafi í föndrinu mínu, fann stafina “ást” bæsaði þá til að dekkja þá aðeins og fór svo létt yfir með hvítri málingu áður en ég límdi þá á miðjar fjöskurnar.

All you need is love sungu Bitlarnir, ég gæti ekki verið meira sammála.

SHARE