„Ég er alls ekkert fórnarlamb“ – Cheryl Cole er ofsalega hamingjusöm

Söngkonan Cheryl Cole er í opinskáu viðtali í tímaritinu Glamour þar sem hún opnar sig um hjónabandið sem hún átti með Ashley Cole, en hann hélt framhjá henni og hún segir líka frá því hvernig var að vera sagt upp í þáttunum The X Factor. Hún segist vera orðin leið á því að fólk sé að vorkenna henni, því hún sé hamingjusamari nú en hún hefur verið í mörg ár.

Cheryl segist vera ástfangin, að hugsa um hjónaband og barneignir og hún eigi í dag fínt samband við fyrrum eiginmann sinn. Hún er sátt við að hafa verið látin hætta í The X Factor.

Ég er ekki óheppin í ástum eða neinu öðru og ég er alls ekki fórnarlamb. Ég er sterk, hamingjusöm og sátt og þessir hlutir skipta mig engu máli lengur.

Kærasti Cheryl heitir Tre Holloway og var hann dansari hjá henni og hún neitar ekki fyrir það að hana langi til að giftast honum.

Ég hef alltaf viljað eiga stóra fjölskyldu en ég kem sjálf úr stórri fjölskyldu. Ég væri til í að eiga 4 eða 5 börn. Ég er samt raunsæ og veit ekkert hvað gerist, ég hélt til dæmis að ég myndi aldrei standa í skilnaði.

Cheryl segir að eitt af því erfiðasta við að skilja við Ashley voru allir draumarnir sem þau áttu og yrðu aldrei að veruleika. Hún segir að almenningur hafi verið mjög harður við Ashley eftir skilnaðinn.

Það halda margir að hann sé hrokafullur asni en hann er það í rauninni ekki. Við tölum saman annað slagið og ég lít á okkur sem vini.

Cheryl Cole með kærastanum sínum Tre Holloway

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here