„Ég er amma en get alveg verið kynþokkafull“

Rachel er 41 árs og kemur frá Indiana. Hún er amma og er skartar 128 húðflúrum og 28 götum víðsvegar um líkamann. Rachel, sem er líka þekkt sem MS TK, hefur orðið mjög vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir einstakt útlit sitt.

MS TK ákvað, eftir að hafa greinst með rauða hunda, að lifa sínu til hins fyllsta. „Dætur mínar hugsa vel um mig. Ef ég ætti þær ekki að væri ég örugglega komin á hjúkrunarheimili. Rauðu hundarnir létu mig átta mig á því að ég gæti verið dáin á morgun svo ég lifi lífinu til hins ítrasta.“

Þrátt fyrir vinsældir sínar segist hún líka fá mikið hatur á netinu og fær skilaboð eins og „Dreptu þig“, „þú ert sóun á plássi“ og „heldurðu að þú lítir vel út?“

SHARE