Hrefna Líf er 29 ára gömul og er að eigin sögn sjálflærð í hverju sem er á Youtube.

„Mig dreymir um að taka þátt í Youtube og vera meðlimur í Mið-Ísland og Hraðfréttum og langar að reyna koma mér á framfæri,“ segir Hrefna í samtali við Hún.is. Hún er um þessar mundir að læra líffræði í HÍ en mun svo hefja nám í dýralækningum á Spáni eftir 1 ár.

 

Aðaspurð um hvað hún gerir í frístundum sínum segir Hrefna: „Ég keyri leigubíl í frístundum til að safna fyrir bakpokaferðalögum en næsta ferð sem er á döfinni er um áramótin til Asíu.“

Hrefna er dugleg við að gera „snöpp“ með hundunum sínum en hún á tvo skemmtilega hunda sem heita Myrra og Frosti „Mér finnst bolabíturinn minn fyndnari en allir vinir mínir samanlagt en henni er alveg sama um mig. Hana langar bara að fá að borða og líf mitt á að snúast um hana,“ segir þessi hressa stúlka.

„Ég er manísk með meiru og elska að fanga mínar misgóðu hugmyndir á Snapchat.“

„Ég er „fabjúlös“ með meiru og hreinlega of skemmtileg til þess að vera ekki landsfræg. Svo er ég einstaklega kaldhæðin og leiðist aldrei með sjálfri mér,“ segir Hrefna Líf að lokum.

 

 

 

12092180_10153588417581420_1544717524_n

SHARE