„Ég er ófrísk….. ekki fötluð“

Þessi mamma er rosaleg! Christina Litle (28) er komin 27 vikur á leið og hefur látið fólk taka andköf yfir hreyfingum sínum. Hún gengur nú með sitt þriðja barn og kennir dans í skóla í Kaliforníu.

Sjá einnig:Þessi mamma er með besta ,,pókerfeis“ allra tíma

Hún fékk margar athugasemdir við myndbandið sitt þar sem verið er að gagnrýna hana fyrir að dansa svona á meðgöngu en hún er fljót að svara fyrir sig. „Ég hef dansað alla ævi og það er FULLKOMLEGA öruggt að halda áfram að hreyfa sig á sama hátt, þrátt fyrir að vera ófrísk. Ég er ekki að skaða barnið…. Barnið er ekki að fá „Shaken Baby Syndrome“ og nei… barnið verður ekki sjóveikt.“

Christina segir líka að hún hafi haldið áfram að hreyfa sig á báðum fyrri meðgöngum og segir dæturnar báðar heilbrigðar og fullkomnar. „Ég er ófrísk…. ekki fötluð. Ég hvet allar konur til að halda sig á hreyfingu á meðgöngu….. það vinnur bara með þér og barninu þínu!“

 

SHARE