„Ég get orðið ástfangin af öllum“

Hin 27 ára gamla Alexandra er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem kallast Williams heilkenni. Heilkennið gerir hann að vinalegustu manneskju sem hægt er að hitta. Sjálf lýsir hún heilkenninu svona: „Þetta er svona eins og Downs heilkenni, okkur vantar einn litning.“

Systir Alexöndru, Victoria, lýsir einkennum Alexöndru svona: „Þetta hefur áhrif á vitsmuni og þroska hennar og hún er mjög félagslynd, músíkölsk og allir með þetta heilkenni líta svipað út og eru meðal annars með heiðblá augu.“

Systurnar eru mjög nánar og Victoria segist seint þreytast á hamingjuríkri orku systur sinnar.

Sjálf segist Alexandra elska alla og geta orðið ástfangin af öllum.

SHARE