“Ég hef fengið pósta frá ótrúlegasta fólki sem vantar hjálp og er að bjóða hjálp”

Sigurður Steinþórsson opnaði sig í gær og deildi með okkur hugsunum sem hvíldu þungt á honum. Við birtum grein eftir hann hér í gær sem þú getur séð hér. Í greininni segir hann meðal annars að hann hafi verið haldinn sjálfsvígshugsunum í langan tíma og erfitt sé að fá hjálp þar sem hann býr á Húsavík. Sigurður segir að eftir að pistillinn birtist hafi fólk sent honum skilaboð bæði fólk sem vantar hjálp og fólk sem býður fram hjálp sína. Aðspurður segir Sigurður að það hafi hinsvegar ennþá ekkert breyst í hans stöðu en hann er vongóður. Sigurður segir á Facebook síðu sinni í dag:

“Vakti mikla umræðu til lífs í gær og er hún ekki nærri því hætt. Ég veit að það verður mikið fjallað um þetta á Norðurlandi en ég held að þetta sé ekki stakt dæmi. Ég hef fengið pósta frá ótrúlegasta fólki sem vantar hjálp og er að bjóða hjálp. Mér finnst sorglegt að það þurfi að vekja þessa umræðu en að hún sé ekki bara uppi og allir séu varir við hana! Mér líður betur eftir að hafa skrifað þetta og loksins er einhver að hlusta.”

Eftir að Sigurður birti greinina skapaðist umræða undir greininni, fólk hrósaði honum fyrir að stíga fram og vekja athygli á málinu en aðrir voru ekki nógu sáttir og hann segist finna fyrir því þar sem hann býr. Við munum fylgjast með þessu máli á næstu dögum.

Tengdar greinar:
6 hafa reynt að fremja sjálfsmorð á einu sumri

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here