Ég hélt ég væri að missa hárið

Fyrir um ári síðan fór ég að fara úr hárum. Jú jú, ég er hárgreiðslukona og veit að það er eðlilegt að missa töluvert af hárum á hverjum degi og hárin er náttúrulega meira áberandi eftir því sem hárið er síðara. Ég er með sítt hár en ég tók eftir skyndilegri aukningu á hárlosi hjá mér. Hélt fyrst að þetta væri bara tímabil, en tímabilið lengdist bara og ég var farin að kvíða því að þvo á mér hárið því mér fannst ég farin að sjá mun eftir hvern hárþvott.

Auðvitað var eitthvað hár að vaxa því ég varð ekki sköllótt en þetta var samt farið að angra mig töluvert. Mér fannst það hlytu allir að sjá að „ég væri að MISSA hárið“.

Ég prófaði nokkrar tegundir af vítamínum og mér fannst sum slá aðeins á þetta en ekkert vítamín fannst mér gera hárlosið mitt „eðlilegt“ aftur. Ég var alltaf öll í hárum eftir sturtu, auk þess sem niðurfallið var fullt og öll gólf á heimilinu með síðum ljósum hárum á. Margir voru að tína hárin af fötunum mínum og ég var sífellt spurð „ertu að fara úr hárum?“

Nóg um þessa sorgarsögu. Mergur málsins er að þetta var raunverulegt og mig langaði að þetta myndi hætta.

Nú er komið að lausninni.

Ég fór, eins og oft áður, í að rannsaka hvað væri það besta á markaðnum fyrir hárlos. Ætlaði að prófa eitthvað annað en vítamínin í þetta skipti. Ég komst að því að fjölmargir mæltu með því að nota vörur sem heita Nioxin.14224811_1754209514831126_5211651150308053551_n

Margra ára rannsóknir eru að baki þróunnar á Nioxin vörunum, en það var kona að nafni Eva Graham sem gerði það að ævistarfi sínu að finna leið til að hjálpa fólk að halda hárinu. Vörurnar hafa hlotið mikið lof víða um heim.

Ég fór í að nota allan pakkann, sjampó, næringu, sprey eftir þvott, froðu og serum fyrir nóttina. Hárlosið hætti með það sama. Ég hef notað vörurnar samviskusamlega núna í einn og hálfan mánuð og ég er að fá allt hárið mitt aftur. Hárið er líka svo gott og mjúkt að fólk hefur haft orð á því hvað það líti vel út. Nioxin vörurnar eru ætlaðar fyrir hársvörðinn og það er mjög gott að nota aðra hárnæringu í endana ef maður er með sítt hár.

Snapchat-1917789496

Best er að fara á hársnyrtistofu og fá ráðgjöf með val á vöru sem hentar þínu hári því það er lykilatriðið í því að þetta muni virka. Mér finnst líka svo frábært og traustvekjandi að ef þú kaupir þér 30 daga startpakka og þér finnst þú ekki sá árangur, þá færðu vöruna endurgreidda.

 

SHARE