Það hlýtur að hafa verið martröð líkast að sjá barnið sitt halda á pilluboxi og segja hlæjandi: „haha ég kláraði allar többlunar“ en hún Sjöfn Yngvarsdóttir lenti í því. Þriggja ára sonur hennar, hann Auðunn Ingi,  komst í pillubox með 6 pillum í og tók þær inn: „Hann kom voða sáttur til mîn með tómt boxið og sagði: „haha ég kláraði allar többlunar“ ég varð strax skíthrædd og hringdi í gestinn sem hafði verið hjá mér og átti þessar pillur,  til að spyrja hvað hefði verið í boxinu og hringdi svo beint í 112. Skömmu síðar vorum við komin í sjúkrabíl á leið á barnaspítalann þar sem við eyddum deginum. Auðunn var “skolaður” og þurfti að vera í hjartamonitor á meðan hann svaf úr sér, en þetta voru róandi lyf,“ segir Sjöfn á Facebook síðu sinni.
1924756_10203387085867289_2037947079_n
„Ég ákvað að deila þessari skelfilegu lífsreynslu með ykkur þar sem mjög margir geyma lyf, vítamín og fleira sem börn mega alls ekki komast í, þar sem börn ná til. Lyfjaboxið var ekki í sjónhæð fyrir Auðunn en hann sá það þegar hann var að príla á stól. Slysin gera klárlega ekki boð á undan sér, og ég vona að fleiri en ég geti lært af þessu og setji allt í læstan skáp“ segir Sjöfn.

SHARE