„Ég lærði að elska sjálfa mig“

„Þegar ég kom heim var ég breytt og bætt með stærri, merkilegri markmið og drauma. Ég lærði að trúa og treysta á sjálfa mig og það sem skiptir mestu máli er að ég lærði að elska sjálfa mig,“ segir Ólöf Steinunn Lárusdóttir. Ólöf er ein af þeim mörgu konum sem hafa sótt námskeiðið Empower Women – Transforming Retreat á Balí sem haldið er af Sigrúnu Lilju hjá Gyðju og þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur.

1981778_10152377573827750_6015862285596355568_n

Sigrún Lilja og Guðbjörg hafa haldið námskeiðin síðustu misseri með góðum árangri en þau snúast um að styrkja konur svo þær geti látið drauma sína og þrár rætast. Þá læra konurnar að elska sig sjálfar og setja sig í fyrsta sæti – eitthvað sem margar konur hafa aldrei þorað að gera.

Ólöf verður nánast klökk þegar hún talar um það sem námskeiðið gerði fyrir sig og konurnar sem voru með henni í hópi á þessum einstaka stað.

11179974_383631865170778_4273736891522990566_n

„Ég hef verið að reyna að koma orðum að því hvernig mín upplifun á Balí var, en það er nú bara þannig að ég á ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir mína upplifun á þessari ferð. Við vorum tíu konur sem fórum og hver annarri ólíkari, og jafnmargar ólíkar ástæður lágu að baki ferðinni. Ég sá konur stækka um tvo sentímetra því það réttist það mikið úr þeim við betri líðan. Ég sá konur sem fundu sína köllun í lífinu – bæði eitthvað sem þær vissu alltaf og aðrar sem að funda köllun sína á Balí. Ég sjálf kom heim gædd meiri þokka, æðri mætti og breyttri skoðun á lífinu,“ segir hún.

 

Hún ber Sigrúnu Lilju og Guðbjörgu góða söguna eftir ferðina.

Maí hópurinn[1]

„Það er helling eftir svo að ég lifi lífinu sem ég vil lifa en þær Guðbjörg og Sigrún sendu okkur aftur heim til Íslands með mörg verkfæri í hendinni og eru duglegar að ýta við okkur og sjá til þess að við séum að gera hlutina sem við ætluðum okkar að gera.“

 

Hún segir fólk ekki geta ímyndað sér kraftinn og orkuna á Balí nema upplifa það sjálft en námskeiðið er haldið í Ubud, smábæ með aðeins þrjátíu þúsund íbúum. Hún sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa farið á þennan kyngimagnaða stað og segist hafa komið ríkari heim fyrir vikið.

 

„Ég kom til baka betri útgáfa af sjálfri mér, með skýr markmið og veit hvað ég á að gera til að lifa lífinu sem ég vil lifa. Ég veit hvað ég á að gera svo að ég geti elskað aðra, en það fyrst er að elska sjálfa mig og ég vinn markvisst að því hvern einasta dag. Námskeiðið er engu líkt og ég trúi því að allar konur eigi skilið að upplifa það að verða besta útgáfan af sjálfri sér,“ segir Ólöf og hvetur konur til að fara á námskeiðið.

11245529_386391774894787_946271742719936072_n

„Ef það er einhver þarna úti sem er að huga um að fara: Farðu – þú átt það skilið.“

 

Hægt er að forvitnast meira um námskeiðið á Facebook-síðu þess en pláss á námskeiðin eru bókað með því að fylgja þessari slóð: http://tinyurl.com/epwokt2015.

SHARE