„Ég vaknaði í líkhúsinu“ – Heimildarmynd

Í þessari heimildarmynd er þeim fylgt eftir sem þjást að sjaldgæfum sjúkdóm sem er kallaður drómasýki.

Eitt einkenni drómasýki er slekjukast (e. cataplexy).

„Ef fólk fær slekjukast dettur það niður sem dautt væri og getur sig hvergi hreyft. Það er aftur á móti með fullri meðvitund. Í venjulegum REM-svefni (draumsvefni) lamast flestir vöðvar til að koma í veg fyrir að menn geri í raun og veru það sem þá dreymir. Það virðist sem þetta einkenni draumsvefns komi þarna á óheppilegum tíma,“ segir á Vísindavefnum.

Einnig kemur þetta fram á Vísindavefnum: „Sterkar tilfinningar eða líkamleg áreynsla eru gjarnan forverar slekjukasts hjá drómasjúklingum. Svipað fyrirbæri, en mun vægara, finnst jafnvel hjá eðlilegu fólki. Til dæmis getur fólk orðið hálflamað af hlátri eða kiknað í hnjánum af ást. Alls óvíst er samt hvort þetta tvennt hafi sömu orsök og slekjukast drómasjúklinga.“

Í þessari mynd hafa þeir sem talað er við fengið slekjukast og meira að segja vaknað í líkhúsinu.

http://youtu.be/yvTIIvNoTRI

 

SHARE