Ég var viðhald og konan hans ófrísk

Þessi grein er aðsend af manneskju sem ekki vildi koma undir nafni.

Ég hef margoft hneykslast á vinkonum mínum fyrir það að hitta gifta menn, eflaust tókstu eftir því að ég sagði margoft það er nefnilega raunin, ég hef vitað um slíkt tilvik margoft og hef átt nokkrar vinkonur eða frænkur sem hafa átt í slíku sambandi.
Samböndunum hefur alltaf verið eins háttað eða þið vitið, maðurinn er að deyja úr ást af viðhaldinu en hann getur ekki skilið við konuna sína útaf einhverju, hún á svo erfitt, er svo veik eða þau séu nýbúin að eignast barn og hann vilji bíða aðeins með að særa hana. Yfirleitt þá er þetta nú ekki eitthvað sem verður að veruleika heldur til þess að halda í viðhaldið.
Nú allavega þá hefur mér alltaf þótt þessi sambönd alveg út úr kú nema hvað að þessu lendi ég sjálf í núna í fyrra.

Ég var úti með nokkrum vinkonum mínum en var þá einhleyp rétt eins og ég er í dag að vísu. Upp að mér kemur þessu myndalegi maður, ég missti nánast andann, hann var akkúrat eins og ég hafði hugsað mér draumaprinsinn, jafnvel betri en sú mynd.
Hann bauð mér í glas og eitt leiddi af öðru, við vorum búin að sitja og spjalla saman alla nóttina ásamt daðri auðvitað og nokkrum léttum snertingum.
Þegar kvöldið var á enda var kominn tími til þess að drífa sig heim. Ég hef aldrei haft áhuga á skyndikynnum þó svo að ég þráði það ekkert meira en að sofa hjá þessum manni helst núna strax.
Ég náði að hemja mig, vinkona mín var á bíl en hann á gistiheimili í bænum, ég kvaddi hann þarna fyrir utan staðinn með innilegum kossi og fór heim með hjartað sem sló þrefalt hraðar en áður.
Góða var að hann fékk númerið mitt, nú var bara vona að hann hefði samband.

Það var kominn miðvikudagur þegar draumaprinsinn sendi mér loks sms, ég hef aldrei verið eins spennt held ég. Ég var búin að njósna smá eða googla hann og leita uppi Facebook hjá honum sem ég fann að vísu ekki, aðeins eina mynd frá viðtali einhvertímann fyrir löngu síðan.
Allavega við spjölluðum saman heill lengi, hann bjó ekki í sama bæjarfélagi og ég en ekki langt frá og þurfti gjarnan að koma út af vinnunni. Hann þakkaði mér innilega fyrir kvöldið okkar góða og sagðist ólmur vilja hitta mig aftur, ég var sko vissulega meira en til í það.
Planið var að hittast tveimur helgum eftir svo við biðum í tvær vikur þar til við hittumst næst, ég þarf svo sem ekki að fara nánar út í það en við áttum besta kvöld lífs míns, kossar, kynlíf, góður matur og allt til alls, hann var líka algjörlega fullkominn.
Þetta kvöld ræddum við um hitt og þetta en hann var aðallega í því að spyrja mig spurninga og forðaðist þegar ég fór að spyrja hann, það fannst mér furðulegt en engu að síður þá helt ég að hann vildi bara sýna mér áhuga í staðinn fyrir að masa um sig.

Þarna vorum við saman alla helgina, sem var dásamleg, ég spurði hvort hann væri með Facebook en mig langaði bara að skoða myndirnar hans og þetta sem fólk gerir almennt, hann svaraði furðulega sagðist aldrei nota það. Hmm okey.
Ég pældi ekki meira í því, ég átti svo leið í bæinn og við hittumst, á hóteli sem mér fannst aftur mjög furðulegt því hann átti jú heima þarna en sagðist hafa lánað frændfólki sínu íbúðina frá útlöndum, jú gat svo sem verið en samt ekki.

Eftir að ég kom heim þessa helgina fékk ég svo skrýtna tilfinningu en mér fannst eitthvað ekki í lagi og ég fékk þá hugsun að hann væri mögulega í sambandi fyrir, ég vildi samt ekki trúa því.
Sama kvöld kemur vinkona mín í heimsókn og ég segi henni frá öllu og hún horfir á mig undrandi og segir ,,Við getum auðveldlega komist að því‘‘ !
Hún fór jú í mikla vinnu í tölvunni og kemst að því að hann á tvö börn.
-Jáhá furðulegt að hann hafi ekki sagt mér frá þeim, en hann helt kannski að það myndi ýta mér frá.
Loks finnur vinkona mín Facebook-ið hans meðan hún var inná sínu Facebook.
Hann hafði þá blockað mig svo ég gæti ekki leitað hann uppi. Atvinnumaður að störfum?

Viti menn karlhelvítið var giftur og jú tvö börn, við gátum skoðað eitthvað af veggnum hans og þessi fína sónarmynd var þar inni, tilkynnt um það leiti sem við hittumst fyrst og var konan hans því komin um 6 mánuði á leið.
Einnig fórum við inná hennar síðu þar sem ég sá þá myndir úr bústaðarferð en það var auðvitað á þeirri dagsetningu sem hann var að sofa hjá mér á hótelinu.

Á þessari stundu átti ég ekki til orð, en þetta var í síðustu viku sem við fórum í þessa rannsóknar vinnu, ég og vinkona mín. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hringja og garga á hann og segja konunni hans frá þessu eða láta sem ekkert hafði gerst og aldrei tala við hann aftur.
Ég var og er enn svo reið. Ég gat ekki hugsað mér að láta konuna hans vita af þessu. Ég er í svo mikilli ástarsorg að ég get ekki hugsað mér hvernig henni myndi líða við þessi tíðindi, hann sem var búinn að lofa henni því að vera ávallt trúr og allt þetta sem lofað er við giftingu.

Mér líður eins og einskis virði, að hafa verið notuð sem viðhald manns sem á konu sem eflaust elskar hana eða hvað?
Ég sé einhver spenna hjá manni sem hugsar sér samt ekkert meira með mér en það að hitta mig í vinnuferðum við að gera þær aðeins skemmtilegri?

Hvað gerir fólk í þessum sporum, kemur upp um framhjáhaldið og særir því makann óendanlega mikið eða lætur eins og ekkert hafi í skorist. Það er enginn að segja mér það núna eftir á að hyggja að þessi maður finni sér ekki annað viðhald eins og mig.

Hann reyndi fyrst að hringja í mig í gær en ég svarað ekki, hann sendi sms og sagðist hringja aftur á morgun, svo sem átta mig á því að hann vill hafa stjórnina og hringja í mig á morgun svo ég fari nú ekki að hringja í hann þegar hann liggur jafnvel upp í rúmi með konunni sinni.
það er erfitt að svara ekki ég viðurkenni það því tilfinningar mínar gagnvart honum hurfu ekki allt í einu þó álit mitt á honum sé ekki neitt lengur.

Trúi ekki hvað framhjáhald er algengt, nú er allt mitt traust farið gagnvart karlmönnum, ég hafði nú ekki lent í mjög góðum mönnum fyrir þetta en var þetta punkturinn yfir i-ið.

Skoðið einnig:

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here