Ilmur Kristjánsdóttir leikkona dansaði 90´s dans við lagið Cotton Eye Joe og póstaði til vinkvenna sinna á Facebook: „Þetta var nú bara smá grín hjá okkur vinkonunum. Ég sendi henni Æsu vinkonu Scatman á afmælisdaginn hennar því við eigum fyndnar minningar með því lagi,“ segir Ilmur.  „Hún birti svo myndband af sér og manninum sínum að dansa við það. Á afmælinu mínu 19.mars sendi hún mér Cotton Eyed Joe og ég varð auðvitað að svara í sömu mynt. Svo var þetta bara svo skemmtilegt eitthvað að úr varð þessi fíni leikur,“ segir Ilmur en fleiri vinkonur hafa bæst í hópinn og hafa Nína Dögg og Þórunn Erna Clausen sett inn myndbönd af sér dansa líka.

Hér er myndbandið hennar Ilmar þar sem hún dansar svo listilega vel

Jæja hér er þetta óheflað, 90´dansáskorun frá Æsu, nú er skorað á Maríönnu með laginu pump up the jam. Við erum að koma upp trendi.

Posted by Ilmur Kristjánsdóttir on 27. mars 2014

SHARE