„Ég vil losa mig við rassinn“

Kim Kardashian (35) hefur náð að koma líkama sínum í gott form eftir seinustu meðgöngu en hún er ekki ennþá orðin ánægð með sig. Hún sagðir frá því um helgina, þar sem hún var stödd á Vogue Festival í London, að hún vildi vera með minni rass. „Ég vil losa mig við rassinn. Ekki allan, en það er furðulegt hvernig líkami manns breytist við að ganga með börn,“ sagði Kim.

Kim segir að hún vilji verða aftur eins og hún var í nóvember árið 2010: „Ég þarf bara að einbeita mér og komast aftur á þennan stað.“1417620929_kim-kardashian-elle-uk-full-length-lg

Kim er komin niður í 61 kg sem var takmarkið hennar en nú vill hún verða enn minni. Vinir stjörnunnar hafa áhyggjur af þráhyggju hennar um þyngdartap og eru hræddir um að hún sé að leggja heilsu sína að veði.

 

SHARE