Ég vildi að ég hefði vitað þetta sem unglingur..

Við vitum það að það er ekkert grín að vera unglingur. Ef það er svona snúið að vera venjulegur unglingur hlýtur að vera enn erfiðara að vera feiminn unglingur.  Ef við gætum spólað til baka og orðið aftur að unglingum myndum við segja okkur að steinþegja smástund og hlusta. Og svo myndum við segja okkur að horfa djörf fram á veginn, af hverju? hér eru nokkrar ástæður, og nokkur atriði sem sniðugt hefði jafnvel verið að bíða með

#1. Bíddu með kynlífið = það veitir þér meiri lífsfyllingu síðar

 

Á unglingsárunum er hugurinn altekinn af all skyns kynlífsórum. Og á sveimi er sú goðsögn að „sigrar“ í kynlífsathöfnum  séu sönnun fyrir ágæti og hreysti viðkomandi og vísbending um ýmis afrek í framtíðinni.  Á unglingastiginu og á  menntaskólaárunum er þetta rugl alsráðandi.  Ef þetta væri svo þyrftu umsækjendur um leiðtogastörfin  líklega að leggja fram  skýrslu um kynlífsafrek sín á unglingsárunum til þess að ná kosningu!

Þegar maður er skotinn í einhverjum (á þessum aldri) og hann(hún) áttar sig ekki áhvað maður er æðislegur er næsta víst að maður verður  niðurdreginn. Manni líður reyndar alveg hræðilega. Ef manni hins vegar tekst að horfa á málin í stærra samhengi er það bara hið besta mál að unglingurinn sé ekki að dunda sér í kynlífi. Það kemur nefnilega í ljós að það reynist farsælla að hefja leikinn síðar á ævinni.

Rannsókn á þessu var gerð við háskólann í Texas og hún leiddi í ljós að fólk sem hóf kynlíf um tvítugsaldurinn varð sér yfirleitt úti um meiri menntun en hinir,  fékk hærri laun og bjó við meiri hamingju á fullorðinsárunum en hinir sem byrjuðu fyrr, ( jafnvel yngri en 15 ára).

Fólk sem bíðir með  þau nánu samskipti sem kynlíf er þangað til það er orðið fullorðið og jafnvægi er komið á hugann er líklegra til að geta ræktað góð  tengsl en hinir sem enn eru að takast á við allan tilfinningaóróa unglingsáranna.

#2. Feimi hefur engin áhrif á hvort þú eignast maka eða ekki 

 

Það er mjög erfitt fyrir feiminn ungling að taka þátt í félagslífinu.  Feimni verður manni heldur aldrei til framdráttar í samskiptum eða samböndum við aðra.

“Þetta er æði. Skelltu hurðinni bara aftur og kallaður til mín gegnum skráargatið, elskan.”

EN- nú koma góðu fréttirnar. Í rannsókn á feimnu fólki frá árinu 2007  þar sem  fólk var spurt hve feimið það  væri, hvernig viðhorf  til ástarinnar það hefði og hvernig  gengi með sambandið við hitt kynið kom í ljós að ekki virtist vera samband  milli þess hversu  feiminn einstaklingurinn var og hins hvort hann væri í sambandi. Í ljós kom að þó að einhver sé feiminn er alltaf einhver sem er til í að leika  fyrsta leik.

 

 

 

#3. Það er allt of mikið gert úr samtölum. Blaður í stelpum getur valdið þunglyndi 

 

Segjum að þú sért unglingsstelpa. Hinar stepunrar vaða elginn að tala um strákana sem eru svona eða hinseginn en þú tekur ekki þátt í frásögnunum og heldur þínu fyrir þig. Af hverju ættir þú að vera að bera þín mál á torg fyrir alla? Þér finnst þetta gott og rétt en hvað hugsa hinar stelpurnar?  Þeim finnst þú líklega fín með þig og koma fram við þig í samræmi við það.

Jæja þá, rannsóknir sýna að sú feimna sigrar í þessu máli. Athugun var gerð við háskólann í Missouri árið 2011 á því hvað unglingum (strákum og stelpum)  fyndist um að þvaðra við mann og annan um öll sín mál og vandamál.

Strákunum fannst þetta yfirleitt alveg út í hött en stelpurnar stunduðu slúðrið.   Það sem skiptir þó aðalmáli hér að í ljós kom  að algengara var  stelpur sem gerðu mest af þessu væru þunglyndar og kvíðnar en hinar sem voru ekki jafn kjaftaglaðar.

“Sittu bara þarna og reyndu að jafna þig á þessu”

Professor Amanda Rose, sem hefur lengi rannsakað hegðun unglinga telur að það sé hreinlega óhollt fyrir unglinga að blása upp vandræði sín og tala um þau út í eitt. Einkum sé algengt að stelpur geri þetta. Orkan beinist að því  að  hugsa og tala um vandræðin og verði þau við það stærri og óviðráðanlegri en þau eru í  raun og  við þetta fari  sálarlífið allt á hvolf.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here