Ég vildi að mamma hefði vitað… – Börn með ADHD

Það hafa allir heyrt talað um ADHD í dag en þetta heiti má segja að hafi varla verið til fyrir svona 15 árum síðan. Það eru mörg einkenni sem geta bent til þess að barnið þitt sé með ADHD. ADHD er stytting á greiningunni Attention Deficit Hyperactivity Disorder, það er að segja truflun á athygli, hvatvísi og ofvirkni og eru ástæðurnar fyrir þessu líffræðilegar. Það eru truflanir í boðefnakerfi heilans á svæðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar og athygli.

Einkenni ADHD

Yfirleitt greinist ADHD ekki fyrr en í grunnskóla, en ekki í leikskóla, því oft er erfitt að greina milli þess sem er „eðlileg“ hávær, virk, einbeitingarlaus og hvatvís hegðun ungs barns og þess sem kalla má frávik í hegðun og er í ósamræmi við þroskastöðu barnsins. Minnst sex einkenni um bæði ofvirkni og athyglisbrest þurfa að koma fram og hafa varað í minnst 6 mánuði.

Hér eru almenn einkenni ADHD hjá börnum:

 • Virðast ekki hlusta þegar talað er til þeirra.
 • Athyglisbrestur varðandi smáatriði, fljótfærnisvillur í skóla, vinnu eða öðrum athöfnum. Auðtrufluð og sýna eftirtektarleysi.
 • Erfiðleikar með að halda athygli við leik eða störf.
 • Fylgja sjaldan leiðbeiningum og eiga erfitt með að ljúka heimavinnu, skyldum heima fyrir og verkefnum í starfi. Það er ekki vegna þvermóðsku eða því að fyrirmælin hafa ekki skilist.
 • Eiga erfitt með að skipuleggja verkefni og athafnir.
 • Koma sér hjá eða kæra sig ekki um að vinna krefjandi verkefni eða heimavinnu.
 • Týna eða gleyma hlutum sem eru  nauðsynlegir. Það geta verið leikföng,  bækur eða skriffæri.
 • Eru oft gleymin í daglegum athöfnum.
 • Börn eru auðtrufluð og sýna eftirtektarleysi við vinnu á verkefnum.
 • Gífurleg þörf fyrir hrós.
Stúlkur með ADHD

Litlar stúlkur með ADHD fá greiningu um 5 árum síðar en strákar vegna þess að einkennin geta birst öðruvísi hjá þeim. Stúlkurnar eru oft feimnar og óframfærnar og því er erfiðara að koma auga á þetta.

Hér eru einkenni sem benda til þess að stúlka sé með ADHD:

 • Strákastelpur
 • Tala mikið
 • Yfirdrifin framkoma
 • Feimin, tilbaka
 • Félagslega einangruð
 • Frammistöðukvíði í námi
 • Misskilur fyrirmæli
 • Hlustar ekki
 • Dagdreymin
 • Gleymin
 • Erfitt með að forgangsraða
 • Erfitt við að skipta á milli athafna
 • Erfiðleikar með að ljúka verkefnum
 • Óskipulögð, draslari
 • Erfitt með að haldast á vinum
 • Óþroskaðar
 • Lengur að læra s.s. á klukku, reima skó, setja niður í skólatösku
 • Erfitt með að beina athyglinni annað
 • Gera fljótfærnisvillur
 • Læra ekki af reynslunni
 • Skortur á sjálfsstjórn
 • Truflast auðveldlega
Mikilvægi greiningar

Margir foreldrar eru hræddir um að lyfjum verði mokað í barnið ef greining fer fram en það er langt frá því að vera eina úrræðið, því foreldraþjálfun/ráðgjöf, atferlisþjálfun heima og í skóla getur gert kraftaverk fyrir líðan barnsins. Stúlkur geta átt sérstaklega erfitt á unglingsárunum þegar allt snýst um að falla inn í hópinn og stúlkum með ADHD finnst þær oft vera öðruvísi. Þörfin fyrir viðurkenningu getur leitt til hættulegra og sjálfsskaðandi athafna

Að lokum er hér ljóð sem er í bæklingnum um stúlkur með ADHD:Screen shot 2013-01-04 at 00.09.48

Heimildir: Heimasíða heilsugæslunnar, bæklingurinn Börn með ADHD og Stúlkur með ADHD

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here