Eileen er 100 ára gömul og útsetur draumkennda nútímadansa fyrir svið

Hún er hundrað ára gömul, dansar eins og engill og semur sín eigin verk. Hin aldargamla Eileen Kramer segir lykilinn að langlífi vera ástríðu fyrir listrænni sköpun og stígur brátt á svið áhugaleikhúss í Sidney, Ástralíu, þar sem hún hyggst frumsýna nýjasta verk sitt, The Early Ones.

.

r0_1_1200_676_w1200_h678_fmax

.

Sneri til heimalandsins og tók til starfa orðin 99 ára að aldri

Eileen var komin yfir tvítugt þegar hún steig sín fyrstu skref í dansheiminum og var þannig í síðari kantinum að flytja verk á sviði ef taka á mið af kröfum þeim sem ballettheimurinn gerir til dansmeyja. En það var heldur ekki ballett sem heillaði Eileen heldur nútímadans og þannig hefur hún dansað fyrir áhorfendur á löngum ferli sínum milli ólíkra heimsálfa, allt frá Suður Afríku til Indlands. í Bandaríkjunum bjó hún lengi og sneri loks aftur til Ástralíu, 99 ára að aldri, þar sem hún æfir enn dans og semur dansverk.

.

507215431_640

.

Try to do creative work, because if you’re dealing with creative work you’re doing something new all the time.

 .

286567-8b451d44-be3d-11e4-870a-64b168121aee

 

Býr í athvarfi fyrir heimilislausa og semur dansverk

Þó Eileen sé í hárri elli hefur hún síður en svo setið auðum höndum frá því hún sneri heim til Ástralíu og dansverkið sem frumsýnt verður í næsta mánuði er ekki fyrsta verk Eileen frá heimkomu fyrir ári síðan. Þannig lék hún nýverið í ágætu tónlistarmyndbandi og hlaut opinberan fjárstyrk til að semja dansverk sitt, The Early Ones en sjálf hannaði Eileen einnig búninga dansarana sem stíga á svið með henni og eru sem heillaðir af áræðni hennar, þolgæði og unggæðingslegum þrótti.

.

Eileen-Kramer-Shane-Carroll

Lætur blindu á öðru auga ekki standa í vegi fyrir skapandi starfinu

Eileen, sem er sjónlaus á öðru auga, lætur blinduna ekki standa í vegi fyrir sér. Þvert á móti samdi hún verkið með eigin takmarkanir í huga og stendur að mestu kyrr meðan á dansverkinu stendur og félagar hennar þyrlast allt um kring á sviðinu.

.

maxresdefault (1)

Ég vil meina að ég sé að framkvæma minimalískan expressjónisma. Ég stend að mestu í sömu sporum og sveigi líkamann til meðan á sýningu stendur.

Stórkostleg kona og mögnuð fyrirmynd; en leyndardóminn að baki langlífi sínu segir hún einfaldan og fábrotinn en skemmtilegan:

Allir ættu að iðka listir. Skapandi störf og hugsjónir gera manni kleift að takast á við eitthvað nýtt á hverjum degi. Það heldur manni ungum.

Tengdar greinar:

Forvitnilegt: 65 ára er konan á hátindi kynþokkans

Eldri fyrirsætur ryðja sér til rúms sem aldrei fyrr

Hormón og breytingaskeið kvenna

SHARE