Einfaldur límbyssustandur

 

Þegar þið eyðið jafn miklum tíma með límbyssunni ykkar og ég þá kemur að því að ykkur finnst að besta vinkonan ykkar (límbyssan) þurfi að eignast heimili. Ég hef séð margar mismunandi útgáfur á netinu, en ég er mjög ánægð með það sem ég datt niður á.

Það eina sem ég þurfti var rammi, pappír, máling, lítill glervasi og lítil glerskál, og eitthvað til að skreyta vasann og skálina. Og svo auðvitað lím.

Ég málaði rammann, skar niður pappírinn og setti í rammann. Ég elska þetta Crackle medium, hérna sjáið þið áhrifin.

Ég límdi skrautið á vasann og skálina og limdi þetta svo fast við rammann. Einfalt, ódýrt, flott og skilvirkt.

SHARE